Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum er varða annars vegar ákvörðun ráðherra um að synja skipulagi Flóahrepps staðfestingar og hins vegar ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Eyjan.is og Morgunblaðið hafa óskað eftir aðgangi að lögfræðilegum álitsgerðum og minnisblöðum sem tengjast málinu. Tvö skjöl falla undir beiðni þeirra, en með vísan til 2. og 3. töluliðar 4. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 er ráðuneytinu ekki skylt að veita aðgang að þeim. Umhverfisráðherra hefur hins vegar ákveðið í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um opna og gagnsæja stjórnsýslu, að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum ráðuneytisins er varða ákvarðanir ráðherra, annars vegar um synjun aðalskipulags Flóahrepps og hins vegar um áfrýjun Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hægt er að nálgast skjölin á heimasíðu umhverfisráðuneytisins á slóðinni: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1773.

Birt:
March 2, 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðherra veitir aðgang að gögnum er varða skipulagsmál Flóahrepps“, Náttúran.is: March 2, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/03/02/umhverfisradherra-veitir-adgang-ad-gognum-er-varda/ [Skoðað:Oct. 6, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: