Í dag opnaði bílaþningin „Visthæf farartæki“ en sýningin er fyrsti liður í átaki Framtíðarorku sem stendur einnig fyrir ráðstefnunni Driving Sustainability ´07 þ. 17. og 28. september n.k.

Á morgun hefst síðan Samgönguviku í Reykjavík. Formleg opnun Samgönguvikunnar verður á morgun sunndaginn 16. september kl. 14:00 i Perlunni. Sjá sérblað um Samgönguviku í pdf.  Hálftíma seinna verður verðlaunahafi í „Kappakstrinum mikla“ útnefndur. Kappaksturinn mikli er ökutækjakeppni Hákskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur mili visthæfra bíla, um sparneytni og sem minnsta mengun. Á fjórða tug bíla taka þátt í keppninni.

Á sýningunni Vistvæn farartæki er margt forvitnilegt að sjá og gefur hún góða sýn yfir það sem er að krauma í bílapottunum um þessar mundir. Mikil vakning er að eiga sér stað, bæði hjá bílaframleiðendum um allan heim og bílaumboðin hérlendis eru að ranka við sér og taka þátt í því kappahlaupi sem er aðsiglingu um umhverfismeðvitaða viðskiptavini, framtiðarkaupendurna.

Bílaumboðið Hekla kynnir sparneytna bíla og metanbíla.
Brimborg kynnir etanól tvíorkubíla en fyrirtækið hefur markað sér sérstöðu með innflutningi á fyrstu tveim tvíorkubílunum og etanóli á dælur sem Olís er nú að setja upp við eldsneytisstöðina við Álfheima. Dælan opnar nú á mánudaginn.

N1 kynnir lífdísel og metan en N1 er einn eiganda Metan hf. Borgarholtsskóli kynnir bifvélaiðndeild skólans sem fæst nú við að breyta venjulegum bílum í metnabíla.

Kolviður kynnir Kolviðarverkefnið. Náttúran.is kynnir umhverfisfræðsluefni um stóru myndina þ.e. allt sem viðkemur daglegu lífi m.a. bíla og samgöngur.

Perlukafarinn kynnir rafbíl og rafmótorhjól. Orkuveita Reykjavíkur kynnir stefnu sína varðandi bílaflota sinn á næstu árum, vetnisbíla o.m.fl.

Á sýninguna vantar þó einn mikilvægan aðila á sviði þróunar visthæfra samgöngulausna þ.e. Toyota. Sýningin er opin á morgun og mánudag og er aðangur ókeypis.

Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Sept. 15, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sýningin „Visthæf farartæki“ í Perlunni“, Náttúran.is: Sept. 15, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/09/15/sningin-visthf-farartki-perlunni/ [Skoðað:Sept. 30, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 16, 2007

Messages: