Í frétt frá Umhverfisstofnun segir að fyrirhugað sé á vettvangi Evrópusambandsins að banna notkun 63 efna sem notuð eru í hárlitunarvörur. Þetta er niðurstaða átaks um að draga úr notkun skaðlegra efna í hárlitunarvörum í samvinnu við fulltrúa í snyrtivöruiðnaðnum. Þessi efni eru líkleg til að skaða heilsu fólks hvort tveggja almennra neytenda og starfsfólks á hárgreiðslustofum. Bann þetta mun verða tekið inn hér á landi í reglugerð um snyrtivörur. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins vill gefa hlutaðeigandi og öðrum áhugasömum um að koma með athugasemdir við fyrirhugað bann fyrir 30. september 2006. Sjá nánar á ust.is.
Birt:
Sept. 6, 2006
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisstofnun - 63 hárlitunarefni að komast á bannlista“, Náttúran.is: Sept. 6, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/harlitunarefni_bann/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 3, 2007

Messages: