Í dag laugardaginn 5. desember frá 12:00 til 17:00 mun Handverkstæðið Ásgarður vera með sinn árlega jólamarkað í húsnæði sínu að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verða
kaffi / súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi.

Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og að þessu sinni mun góðvinur Ásgarðs, Kristján Kristjánsson (KK) skemmta gestum með nokkrum vel völdum lögum.

Ásgarður er staðsettur við Álafossveg 22 í Mosfellsbæ.

Sjá nánar um handverkstæðið á www.asgardur.is.

Birt:
Dec. 5, 2009
Uppruni:
Ásgarður
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólamarkaður Ásgarðs er í dag“, Náttúran.is: Dec. 5, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/12/05/jolamarkaour-asgaros-er-i-dag/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: