Allir fá þá eitthvað fallegt

Í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10 stendur nú yfir jólasýning Handverks og hönnunar. Þetta er í tíunda sinn sem Handverk og hönnun  heldur jólasýningu. Þetta er sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk, listiðnað og hönnun og eru munir afhentir í sýningarlok. Dómnefnd valdi muni á sýninguna.
Drífa Hilmarsdóttir útstillingahönnuður sá  um uppsetningu.

Sýnendur eru:
Anna Gunnarsdóttir, Dóra Árna, Edda Jóna Gylfadóttir, Elín Hrund Þorgeirsdóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Hulda og Hrafn, Inga Elín, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir, Julia Frank, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Laufey Jensdóttir, Lilja Valsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Nadine Martin, Olga Perla Nielsen, Páll S. Garðarsson, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Rósa Helgadóttir, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Soffía H. Weisshappel, Sólrún Anna Símonardóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Þórdís Halla Sigmarsdóttir og Þórey S. Jónsdóttir.

Einu sinn er

Í Norræna húsinu stendur nú yfir sþiningin Handverks og hönnunar „Einu sinni er“. Hugmyndin að sýningunni varð til á fundi  hjá Handverki og hönnun í maí 2008. Á hverju ári eru haldnir fundir þar sem stjórn og starfsmenn Handverki og hönnun hitta fulltrúa grasrótarinnar. Hugmyndin var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Tólf einstaklingar voru valdir af Handverki og hönnun og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila. Lagt var til að hver einstaklingur veldi sér samstarfsaðila af öðru sviði og af annarri kynslóð. Þetta var þó ekki gert að skilyrði.

Þema sýningarinnar „gamalt og nýtt ” var valið í samvinnu við hópinn. Á þessari glæsilegu sýningu sjáum við nýja nytjahluti sem unnir eru af þessum tólf pörum.

Sýnendur eru: Anna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders,
Guðrún Á. Steingrímsdóttir,Guðbjörg Káradóttir, Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir,  Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Stefán Svan Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir,  Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára Vilbergsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Páll Garðarsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.

Aðgangur er ókeypis á báðar sýningarnar

Sjá nánar um Handverk og hönnun á www.handverkoghonnun.is.

Birt:
Dec. 15, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Einu sinni er“ og „Allir fá þá eitthvað fallegt“ “, Náttúran.is: Dec. 15, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/12/15/einu-sinni-er-og-allir-fa-tha-eitthvao-fallegt/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: