Í Morgunblaðinu dags. 3. júní birtast tvær greinar varðandi Orf Líftækni ehf og umsókn fyrirtækisins um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg sem inniheldur lyfjaprótín. Þessi prótín eru notuð sem grunnefni í lyfjaiðnaði og snyrtivöruiðnaði (sbr. greinar sem birst hafa á heimasíðu Samtaka Iðnaðarins). Gríðalega sterk viðbrögð almennings hafa verið undanfarið
gegn þessari leyfisveitingu og fjölmargar athugasemdir verið sendar m.a. til Umhverfisstofnunarinnar í þá veru. Því miður hafa Orf Líftækni og aðrir fræðimenn ekki gætt nákvæmnis til hins ítrasta og er það miður því það villir fyrir umræðunni:

Orf sækir um leyfi á Íslandi til framleiðslu og tilraunir á 600 fm til 10 ha en til ESB er sótt  um 200 fm til 1 ha – hvað er framleiðsla, hvað er tilraun og vegna hvers þetta misræmi?

“104 leyfi veitt fyrir svipaða ræktun í Evrópu”  (Bjórn Lárus Örvar, Orf): það má vera að  leyfin í Evrópu sem hafa verið veitt varðandi erfðabreyttar plöntur séu 104, en eina tegundin EB-plantna sem leyft er að rækta í Evrópu er Mais 810 frá Monsanto – allt hitt  varðar tilraunir og þar eru nákvæmlega 3 umsóknir um leyfi til tilraunaræktunar á EB- plöntum með lyfjaprótín, þar af umsókn Orfs: ein umsókn sem varðar tóbaksplöntu með plöntugeni og ein með lyfjaprótín frá Ungverjalandi sem er óafgreidd. Það er allt og sumt ! Engin leyfi hafa verið veitt til framleiðslu fyrir EB-plöntum með lyfjaprótín í Evrópu þar sem áhrifin þykjast ekki nógu vel rannsökuð.

Tafir hafa orðið á afgreiðslu leyfisins og útskýrt var að ástæðan fyrir því var að öll gögnin  hefðu ekki borist í tíma til Umhverfisstofnunar. Vegna hvers höfðu öll gögnin ekki borist í  tíma? Vegna þess að Orf Líftækni ehf kærðu í gegnum lögfræðingana sína setu Gunnars Á. Gunnarssonar (fulltrúa ráðherrans í nefndinni en ekki fulltrúa hagsmunasamtakanna eins og  Orf kþs að láta það líta út fyrir að vera – sbr. tilkynning frá starfsgeinahóp “Líftæknifyrirtæki” hjá SI www.si.is) í ráðgjafanefndinni. Svo var sett pressu á UST til að afgreiða málið eins fljótt og hægt væri og átti að fórna upplýsingaskyldu til almennings í ferlinu.

Ráðist hefur verið á mannorð Kristínar Völu Ragnarsdóttur forseta verkfræði- og náttúruvísindasvíðs Háskóla Íslands, fyrir að benda á að áhættamat hefur ekki verið gert (og það hefur ekki verið gert) og rökstyðja sitt mál. Ekki má gleyma að Orf Líftækni hefur gert samning við Háskóla Íslands um samstaf á sviði rannsókna og tækniþróunar á lífvirkum  prótínum (11.02.09 – sbr. www.orf.is) - er þar með HÍ vanhæfur og starfsmönnum hans óheimilt að gagnrýna umsóknir Orfs?  Vonandi hefur ekki verið beitt þrýsting á Háskólarektor í þá áttinni, enda hafa gagnrýnisraddir komið úr mjög mörgum áttum.
 
Umsóknin þessi átti að afgreiða í hljóði og í skugga úreltar löggjafar: Evróputilskipun sem stýrir þessar umsóknir er frá... 2001, innleiðsla hennar í íslenskri löggjöf tafðist vegna þess að Norðmenn kusu að fara lengra í takmörkun á sleppingum erfðabreyttra lífvera, það varð að vinna innleiðslu í EES samningi út frá þeim sjónarmiði. Íslendingar hafa tekið hinn pólinn, sem sagt að horfa framhjá þessari tilskipun og styðjast í flýti við tilskipun frá 1990 rétt áður en “nýja” tilskipun átti að komast á dagskrá á Alþingi. Við erum ekki lengur í 2007 eins og menn segja gjarnan í dag um slíka afgreiðslu mála, í dag er 2009 og þetta mál varðar okkur öll, umræðan verður að fara fram og almenningur hefur fullan rétt á að tjá sig og hafa sína skoðun á þessu. Þar ríkir sú almenna skoðun að starfsemi Orfs er Íslandi til sóma – þegar hún er haldin innan dýra eins og í hátæknigróðurhúsi þeirra í Grindavík þótt það sé kostnaðarsamara (kostnaður er raunveruleg ástæðan fyrir þessa umsókn eins og hefur komið fram á fundinum í Gunnarsholti, og hefur verið fest á videoupptöku). Ísland á það skilið.

Höfundur er formaður Slow Food Reykjavík.

Birt:
June 6, 2009
Tilvitnun:
Dominique Plédel Jónsson „Erfðabreytt bygg með lyfjaprótín – villandi upplýsingar?“, Náttúran.is: June 6, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/09/04/erfoabreytt-bygg-meo-lyfjaprotin-villandi-upplysin/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 4, 2009

Messages: