Wal-Mart, stærsti smáseljandi í heimi, hyggst á fundi með kínverskum viðskiptavinum sínum setja sér markmið um að takmarka áhrif fyrirtækisins og viðskiptavina þess á umhverfið.

Rétt tæplega 10% innflutnings Bandaríkjanna til Kína eru á vegum Wal-Mart, en fyrirtækið flutti inn vörur til Kína fyrir 321 milljarð Bandaríkjadala á síðasta ári.

Lee Scott, forstjóri Wal-Mart sagði í viðtali við Financial Times að fyrirtækið telji sig getað áorkað miklu í Kína, í ljósi vitundarvakningar stjórnvalda þar í landi um þann skaða sem iðnvæðingin hefur valdið á umhverfinu.

Wal-Mart hóf átak í umhverfismálum fyrirtækisins árið 2005. Scott segir að hann vonist til að sjá umtalsverðan árangur í Kína á næstu 3-5 árum.

Birt:
April 6, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Wal-Mart vill bæta kínversk umhverfismál“, Náttúran.is: April 6, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/04/06/wal-mart-vill-baeta-kinversk-umhverfismal/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: