Nú standa yfir uppfærslur á grunnupplýsingum um aðila og fyrirbæri sem skráð eru á Grænar síður og birtast á Grænum kortum Náttúrunnar. Auk þess vinnum við að gerð Græns Íslandskorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Við hvetjum því alla þá sem skráðir eru á Grænar síður nú þegar að yfirfara skráningar sínar og láta vita ef eitthvað hefur breyst, s.s. starfsemi, heimilisfang, veffang, netfang eða sími. Hér sérð þú hvað/hverjir eru skráðir á Grænar síður nú þegar. Skráðir aðilar fá aðgengisupplýsingar (notendanafn og lykilorð) sendar þannig að þeir geti séð um uppfærslur sjálfir.

Eins, ef þú veist af einhverju fyrirbæri eða fyrirtæki sem þér finnst vanta á kortið þá láttu okkur vita í síma 483 1500 eða skrifaðu á netfangið nature@nature.is og við skoðum hvort viðkomandi uppfylli kröfur sem gerðar eru til skráðra aðila á Grænar síður. Við minnum á að grunnupplýsinar eru ókeypis, en ítarupplýsingar er hægt að fá gegn vægu árgjaldi.

Sjá hér hvaða kröfur þarf að uppfylla til að fá skráning og verðlista yfir aukaskráningar.

Til að fá aðgang til að bæta við upplýsingum eða leiðrétta hafðu þá samband í síma 483 1500 eða skrifaðu á netfangið nature@nature.is.

Grafík: Græn kort Náttúrunnar, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
June 12, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Uppfærslur á Grænum síðum og kortum standa nú yfir“, Náttúran.is: June 12, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/06/12/uppfaerslur-graenum-sidum-og-kortum-standa-nu-yfir/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: