Eðlilega upplifum við hverja fæðingu sem nýja byrjun. Og öll höfum við hafið lífsbraut okkar sem lítið barn. En er það ekki grípandi þetta augnatillit sem getur mætt okkur, þegar lítið barn horfir beint í augu okkar? Svo mikil alvara, slíkur þroski og íhygli er mætir okkur. Ég upplifi oft á slíku augnabliki sterka andlega nærveru, já eiginlega égkraft. Og þá er fyrir mér staðfest, að einstaklingseðli mannsins, það verður ekki fyrst til með fæðingunni til þess að þroskast síðan smám saman, nei, það er með frá byrjun. Þegar manneskja fæðist, þá kemur hún einhversstaðar frá, úr andlega heiminum. Einstaklingseðli mannsins stígur þá niður úr heimi, sem er gjörólíkur hinum efnislega hversdagsheimi. Í andlega heiminum er allt eining, allt eftirtekt, þýðing og skilningur. Þú ert það sem þú upplifir, þú ert algjörlega inni í því sem þú mætir, umgengst með. Í andlega heiminum er hið sanna ég mannsins og allar mætingar við aðrar verur eru hinar innilegustu beinu égupplifanir.

Ég reyni að lýsa þessu vegna þess að slíkir eiginleikar og kraftar eru enþá virk í litla barninu. Barnið litla hefur rétt yfirgefið þetta andlega svið, en sem áhrif afla er það enn að finna umhverfis það. Þessi andlegi égkraftur líkt og geislar inn í litla barnið og gerir að barnið leitar fyrst og fremst með athygli sinni til annarra égvera, á mjög ákafan en einnig afar mismunandi hátt til að geta fundið það mikilvæga. Og hamingjusamt bros, svarar brosi okkar, þegar við full gleði mætum þessari ætlan. Þessi andlegi égkraftur veitir síðan eftirtekt hvernig við hreyfum okkur, hvernig við stöndum og göngum. Athygli þýðir ávallt, að maður vill verða hluti þess sem vekur athyglina, maður tengist því, reynir að verða eins. Barnið líkir eftir, það hermir segjum við, en eiginlega gerir það áfram eins og það gerði í andlega heiminum, þar sem maður er það sem maður veitir athygli. Þannig lærir barnið málið, með því að ,,bráðna inn“ í það sem við segjum, láta það verka í sér, láta hljóðin móta talfærin, vöðvana í barkakýlinu, sem geta síðan virkað eins og þeir gera hjá fullorðnum. Og þegar barnið lærir málið og síðan hugtökin, lærir að hugsa, þá gerist það ekki þannig að maður verði fyrst að þekkja bókstafina, til að tengja þá síðan saman í orð og setningar. Nei, því er öfugt farið. Eiginlega ætti maður að reyna að skilja að litla barnið skilur allt, eins og það þekkir allt, til þess að fara síðan að aðgreina meira og meira. Fyrst andlega meiningin í aðstæðunum, síðan einstök setning, til að skilja að lokum einstök orð og einstaka reynslu. Úr hinu alltumlykjandi til hins meira sérhæfða.

Þetta leiðir síðan að þeim punkti þegar barnið fær eigin égvitund. Einskonar bylting á sér stað. Nú geislar andlega égið ekki lengur niður, nú hefur hluti af éginu stigið inn í hjúp mannsins og égreynsla innanfrá eigin líkamsveru kemur til: barnið titlar sig sjálft sem ég, oftast með viðbótinni: Ég vil ekki. Hafi égvitundin vaknað í líkamanum, þá hefur einnig komið til fjarlægð til umheimsins, nú aðskilur maður sjálfan sig frá umheiminum og getur gengið gegn honum. Fyrst nú er maður raunverulega inni í skynheiminum. Frá og með því getum við líka venjulega haft minningar. Það sem gerðist þegar við vorum mjög lítil það munum við venjulega ekki og ekki heldur það sem gerðist fyrir fæðinguna. Uppvöknun égvitundarinnar á sér almennt stað milli eins og hálfs og þriggja ára aldurs og fyrst þá hefur barnið raunverulega lent á jörðinni. Sumir vísindamenn álíta að maðurinn fæðist eiginlega of snemma, meðgangan ætti að vara minnst einu ári lengur. Þessi fyrstu tvö, þrjú ár, þar sem barnið lærir svo ótrúlega mikið og einmittt þetta sem gerir það að manneskju (augnablikssamband, að brosa, að geta staðið og gengið, að tala og að hugsa) er tímabil sem fullt er af undrum, líkt og framlengd meðganga, algjörlega í flokki með því sem á sér stað á sjálfri meðgöngunni.
Það eru gróf ósannindi að það séu erfðirnar og erfðavísarnir sem ákvarði hvernig manneskja muni verða. Jafn mikið og það eru gróf rangindi að álíta að aparnir séu forfeður mannkynsins. Nýfæddur mannapi líkist enný á á vissan hátt manni hið ytra, en mjög fljótt verður ljóst að framhaldsþroskinn leiðir til einhæfni og sérhæfingar, sem hinn verðandi maður lendir ekki í. Þar er allri sérhæfingu svo að segja haldið til baka, hann verður að þroskahæfileika, að hæfileika, sem síðan eru til frjálsra afnota. Það væri betra að segja að aparnir séu komnir af mönnunum, eða enn betra: að hin ýmsu dýr, einnig aparnir séu eins og æfingarstykki á leið til sköpunar mannsins.

Vissulega fær barnið aðgang að líkama, gegnum föður og móður. Og í þessum erfða líkama eru eðlilega erfðafræðilegar forsendur. En hinn erfða líkama er eiginlega hægt að líta á sem líkan. Einstaklingseðli mannsins, sem kemur frá því fyrir fæðingu, þarfnast slíks líkans til að geta myndað eigin líkama gegnum það. Það er ferli, sem tekur séð út frá andlegu vísindunum sjö ár. Hin sérstaka, einstaka manneskja er þegar til staðar á fæðingarstundinni, sem árangur þroskaferla og örlagamynda fyrri æviskeiða. Hið ný fædda barn er einstaklingur alveg frá upphafi. Síðan fer það eftir því hvort umhverfið sé svo gott að einstaklingurinn geti á besta hátt unnið sínar eigin forsendur inn í hinn erfða líkama. Hann þarf að ummyndast og aðlagast einstaklingseðlinu, þannig að hann geti meir og meir orðið hæfilegt tæki fyrir einstaklingseðlið í jarðlífinu sem hafið er. Rudolf Steiner lagði einu sinni fram þá tillögu að hugsa sér þetta eilífa einstaklingseðli sem væri það fyllt ljóss- og varmaöflum og hinn erfða líkama sem dimman og kaldan. Ljósið stígur niður í myrkrið, verður að vinna sig gegnum það og finna síðan og skapa sér bústað í því. Foreldrarnir og uppalendurnir hafa sem hlutverk að hjálpa til við að skapa kjöraðstæður til að einstaklingseðlið geti stigið gegnum og fram með hæfileika og möguleika sína. Svo að það geti yfirunnið alla mótstöðu og þroskað í vaxandi líkama sínum besta tækið til að geta síðan gert markmið lífs síns að veruleika.

Hversu mikinn og víðtækan getum við ekki í upphafi upplifað þann andlega kraft sem umlykur barnið og geislar inn í það. En hversu erfitt getum við ekki upplifað barnið þegar það hefur komið fram til eigin égmeðvitundar og fer að segja: Nei! Þessu litla égi finnst það þegar kunna allt, vera á stundum almáttugt. En við vitum að hér er enný á aðeins um að ræða lítið barn, sem við fyrirgefum gjarnan og sem enn þarf að læra margt og mikið. Það á enn langan veg framundan til að geta orðið fullorðið og sjálfsábyrgt. Þessu égi, sem nú er þessi spírandi persónuleiki, þarf jafnframt að mæta með mestu virðingu og alvöru. Því þú mætir endurómi einstaklingseðlis, sem hefur þegar langan veg að baki og sem hefur verið holdgað mörgum sinnum hér á jörðinni og hefur nú ákveðið að vilja snúa aftur og hefja nýtt lífsferli í návist þinni. Hið eilífa einstaklingseðli líkt og lýsir í gegn. Þú upplifir það ef til vill fyrst og fremst sem eftirtekt eða ímyndunarafl eða lifsvilja sem beinist að framtíðinni. Hið vaxandi barn þarfnast nú fyrirmynda til að hafa eitthvað sem það getur hermt eftir, til að líkja eftir.

Á fyrstu þrem æviárunum þroskast aðallega tauga- skynfærahluti líkamans, kringum fjórða árið stendur hæst þroskun brjóstmannsins með sína rytmisku ferla. Þar vefur tilfinningin í hrynjandi blóðrásar og öndunar og mótar gegnum það líffæri þau sem eru berar þessara hrynjanda. Barnið vill nú þroskast gegnum leiki og ímyndunarafl, í leikandi hreyfingum og með því að hlusta á sögur sem bera í sér frummyndir. Er ekki stórkostlegt að sjá fjögurra ára barn leika sér? Trékubbur verður að hesti, eða þá að báti, allt eftir þörfum leiksins sem er í gangi. Eða að fá að upplifa hvernig frásögn verður algjörlega að innri veruleika, sem maður upplifir með húð og hári? Í ímyndunaraflinu birtist frumkraftur sálarinnar, en þessir kraftar ímyndunaraflsins eru enn fyrst og fremst líffæraskapandi, á sama hátt og tauga- skynfæraáhrifin á fyrstu æviárunum eru fyrst og fremst mótandi fyrir t.d. heilann. Heilinn fær fyrst sína innri byggingu gegnum skynhrif og hugsanastarfsemi, eins og talfærin mótast gegnum málið en ekki öfugt. Á miðju fyrsta sjö ára tímabilinu brýst sálarljósið æ meir fram í næstum óendanlegum breytileika blæbrigða upplifana og hrynhreyfinga. Sláandi er hvernig barnið getur lifað algjörlega í eigin, innri heimi. Ytri heimurinn er aðlagaður hinum innri eftir því sem æskilegt og eðlilegt er. Maður þarf að gæta sín á að þvinga barnið ekki of hratt inn í veruleika fullorðinsheimsins. Þá verða til kyrrstaða og tilhneigingar til innþornunar á líffærasviðinu, því sem síðar er ætlað að vera beri lifandi sálar og þróttmikils persónuleika.

Nálægt 6-7 ára aldrinum er áhersla þroskans á efnaskipta/útlimamanninn. Nú verður mögulegt að hoppa á öðrum fæti, að grípa bolta og teikna þannig að það samsvari ytri veruleikanum. Það sem skynjað er gegnum skynfærin verður okkur fullorðnum kunnugra á alveg nýjan hátt og leiðarljós þess sem komið er til leiðar gegnum útlimina. Einstaklingsmótun efnislíkamans lýkur síðan með upphafi tannskiptanna. Í ,,útlimasvæði“ höfuðsins, í kjálkunum, brýst fram það sem verður harðasta efnið sem er að finna í manninum. Andlitið fer að birta einstaklingsbundnara andlitsfall, nú hefur ljósið ummyndað myrkrið alveg í gegn. Ákveðin innri ró hefur orðið og löngun og hæfileiki til að geta farið að læra á nýjan, vitsmunalegri hátt. Heimurinn er orðinn að táknum og nú verður einstaklingseðlið að fara að læra að þýða þessi tákn, læra þýðingu þeirra.

Í stuttu máli hef ég reynt að lýsa nokkrum lögmálum fyrsta sjö ára tímabili barnsins. Það sem birtist á þessu þroskaferli sem barnasjúkdómar, bólgur og hiti má líta á sem viðleitni og viljabirtingu einstaklingseðlisins í baráttu þess við ummyndun hins erfða líkama og í tengslum við vöxt inn í það umhverfi sem gefið er. Hiti og bólgur fela í sér að ónæmiskerfið er virkjað, að virkni þróast sem síðan leiðir til einhvers ný s, t.d. betri hæfileika til að standa vörð um innri friðhelgi. Hiti er líkt og merki um að einhver virkni sé í gangi og þá fáum við að hjálpa til þannig að starfið verði framkvæmt á besta mögulegan máta. Það gerum við með því að vera nálægt, með góðri hjúkrun og viðeigandi ónæmisstyrkjandi og afeitrandi aðgerðum. Í sjálfri bólgunni kemur sjálflæknandi tilhneiging fram og í henni er viskan ríkjandi. Spurningin er hvort við getum skilið hvað það er sem vill koma fram. Endurtekin eyrnabólga merkir ef til vill að eyrað þurfi að heyra of mikið, að það sé of mikil á það lagt. Bólgan er kannski bara tilraun til að ummynda þetta líffæri? Bakteríurnar benda kannski á þetta sem einkenni og mynda síðan tilefni til betri allsherjarummyndunar frá égsins hlið?

Við lifum á tímum, þar sem það sem birtist sem vinsæl nútímavísindi er undir sterkum áhrifum efnishyggju og vélrænna hugmynda. Því er enn mikilvægara að vinna sig áfram að meira andlegum skilningi á náttúrunni og manninum, til þess að geta komið auga á og aukið við það sérstaka einstaklingsbundna í hverjum manni á nákvæman og ábyrgðarfullan máta. Innan læknavísinda og uppeldisfræði mannspekinnar er þetta leiðarljós okkar.

Íslenskað hefur G.J.

Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Oct. 19, 2013
Höfundur:
Dr. Maarten Reder
Tilvitnun:
Dr. Maarten Reder „Fyrstu sjö æviárin“, Náttúran.is: Oct. 19, 2013 URL: http://natturan.is/d/2009/10/24/fyrstu-sjo-aeviarin/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 24, 2009
breytt: Oct. 19, 2013

Messages: