35.

Atli: Jurtagarð vil eg byggja mér.

Bóndi: Svo hefur kóngur boðið þér að þú skulir brjóta jörð til aldingarða og akra (26. febr. 1754). Veldu þér þar til hentugan stað. Sparar það þér ómak ef þú lætur túngarð þinn vera langvegg jurtagarðsins. Þá hefur þú líka síður að óttast kálorma og líka arfa og annað ógras ef sáðgarður þinn er ei rétt nærri bæ. Það er betra að að sáðgarður þinn er ei rétt nærri bæ. Það er betra að sáðgarðurinn sé mjög aflangur frá austri til vesturs og sé hliðarveggurinn nyrðri nokkuð hærri en sá syðri; þá færðu meira skjól undir norðurhliðinni. Best er að allur garðurinn sé byggður af jarðarhnaus. En allra helst hlýturðu að byggja norðurvegginn af einni sama jörð. Þá verður hann þéttur sem mikið ríður á og líka hefur þú það gagn að viljir þú geyma útí garði á vetrum rætur til tímgunar þá lifa þær vel við hnausvegginn. En við grjótveggin deyja þær flestar þó vel væri annars að þeim búið, vegna kuldahélunnar við steininn, sem öllu aldini er skaðleg þó svo veggur væri allþéttur.

Allvel fer þó garður hallist lítið móti suðri eða útsuðri. Um matjurtarækt hefur Eggert Ólafsson vísilögmaður skrifað fyrstur manna á íslensku 1763, sá bæklingur kallast: Lachanologia, prentaður í Kaupinhöfn 1774. Og mr. Ólafur Ólafsson hefur skrifað þar um nokkru seinna en Eggert, varð þó fyrri til að láta þrykkja sitt skrif anno 1770 1). Þessa bæklinga kanntu að fá því kóngurinn gaf mikið af þeim báðum til útbýtingar á Íslandi.1)
1) Ólafur Olavius: Íslensk urtagarðsbók. Kbh. 1770.

36.

Atli: Segðu mér nokkuð um þessi skrif eða kunnir þú nokkuð, sem þau kenna mér ekki?

Bóndi: Mr. Ólafur, þegar hann var í Kaupinhöfn, tók saman út útlenskum bókum það sem hann hélt helst eiga við á Íslandi um matjurtarækt. En Eggert vísilögmaður, sem áður var sendur til Íslands til að rannsaka þess náttúrulegt ásigkomulag, skrifaði það um sama efni, sem hann vissi, reyndi eða sá fyrir sér á Íslandi.

Það hefur mér reynst best jörð, sem hefur sömu kenniteikn sem besta vatn, það er enga lykt og engan smekk eða sem minnst af hvoru fyrir sig. Nema hvað góð jörð og heilnæm gefur góða lykt af sér eftir regn þegar hún er opin. Það sem nokkrir skrifa um vissar jurtir að þæri boði altíð feita og góða jörð hvar sem þær vaxa þarf ef ekki að segja þér. Þú trúir því þegar reynslan kennir þér það eða hinu annars að flestallar jurtir geta vaxið í magurri jörð, helst ef þær hafa vanist þar lofti og landsstöðu áður en jörðin megraðist. En það eru nokkrar jurtir, sem aldrei vaxa í feitri jörð, svo sem geldingarhnappur (statice), holtasóley (dryas) etc. Það gjörir betri jörð að pæla upp garð í mjúki og hlýju veðri á hausti, strax og upp úr honum er tekið. Þegar þú tekur upp nýjan garð og hefur góða jörð þá er þér nóg að stinga upp garðstæðið eitt kvartil djúpt og berja vel í sundur alla kekki í hlákum á vetri; þarftu þá ekkert á að bera.

Annað ár plægir þú dýpra. Oo svo lengi sem þú getur bætt við neðan úr grunni garðsins hálfu kvartili árlega, af þessari nýju mold, sem kallast jómfrúarjörð, þá hefur þú góðan garð. Segja menn hollenskir 1) brúki þennan hátt við nýlendur 2) og hefi eg það líka reynt. Við þetta lífgast árelga sá grunnur garðsins, sem ópældur er, af lofti og regni að ofanverðu, í gegnum þá uppældu, lausu jörð og verður að góðri matjörð. Sé garður þinn grýttur þá máttu fyrst í stað láta það grjót vera kyrrt, svo þú sparir þér erfiði. Því þar sem jörð er opnuð þar lyftir klakinn á veturna steinunum en jörðin í hverri hláku jafnar sig og sígur ofan með þeim og undir þá, til þess að steinninn komi sjálfkrafa upp úr jörðinni. Og þá er þér hægra að taka hann burt en grafa djúpt eftir honum. Að steinar hækki í jörðinni skrifar og svo Ström eftir plógmönnum í Noregi. Af þessari orsök hafa menn sagt að jörðin blásist upp og eyðist því þeir sáu steina komna upp úr jörðinni þar sem þeir vissu ekki steina von.
1) Sjá Petri Laurenbergii Horticuram.
2) Jörð nýbrotna til ræktar.

37.

Atli: Hvar skal eg taka áburð á eyðijörð?

Bóndi:. Eg hefi sagt þér að þú þarft engan áburð á fyrsta ári þar sem þú hefur nýja, góða jörð og líka batnar hún þegar hún er opin frá hausti til vors og þangað til þú ferð að sá í hana. En finnist þér jörð þín mögur til að planta í þær jurtir, sem frekari næring þurfa, svo sem næpur og kálrætur etc., þá taktu þér sákerald eða tunnu, legg þar í flögu af sauðataði, hell þar yfir korg, sem þveginn var vorull úr, og fyll síðan af vatni, lát standa í nokkra daga. Þessi lögur fer strax að ganga og fúlna þegar hann stendur í sólarhita. Af þessum legi máttu hella einum pela í holu, sem þú gerir utan hjá hverri plöntu; við það mun hjá þér vel vaxa.

P. Lundberg ráðleggur 1) að taka úti í haga kúamykju þegar kýr bíta grænt gras og setja regnvatn á það og vökva þar með. Item skuli þörf vera að verja ormum þá blanda menn þar við sóti og tjöruvatni. Mjólkur- og blóðblandað vatn er gott fyrir þá ávexti , sem maður vill vel vanda rækt við. Kammecker sænski, í sínum bæklingi, sem kallast Trjágarðsmaður, segir að vatn, sem jurtablöð voru soðin, item sápuvatn og allur þvottakorgur sé gott að vökva með. Er allt þetta reynt hér og hefur vel dugað.1) Den rette Havedykning 5. bok, 6. kap. Ibidem 2. bok 16. kap.

Atli* er eitt af ritunum í Riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal og fæst hér á Náttúrumarkaði.

*Atli eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn helst um jarðar- og kvikfjárrækt aðferð og ágóða með andsvari gamals bónda. Samanskrifað fyrir fátækis frumbýlinga, einkanlega þá sem reisa bú á eyðijörð.

Ljósmynd: Tóftir í Sauðlauksdal, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
April 10, 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Atli vill byggja sér jurtagarð - Atli VIII“, Náttúran.is: April 10, 2013 URL: http://natturan.is/d/2009/08/31/atli-vill-byggja-ser-jurtagaro-atli-viii/ [Skoðað:Jan. 27, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 31, 2009
breytt: April 10, 2013

Messages: