Brekkulækur er bóndabær í Húnaþingi vestra, 200 km frá Reykjavík. Bærinn stendur við Miðfjarðará og næsta þettbýli er Hvammstangi, 20 km í burtu.

Nú eru rúm 5 ár liðin síðan kjötið frá Brekkulæk var vottað af vottunarstofunni TÚN ehf. og hefur það fengið góð meðmæli kaupenda. Lífræn ræktun felur í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf er minni og ekki er notað grænfóður. Ærnar á Brekkulæk hafa meira pláss í fjárhúsum og geta farið út allan veturinn og þær eru rúnar aðeins einu sinni á ári. Sláturhúsið á Hvammstanga er einnig vottað frá vottunarstofunni TÚN ehf.

Nú er slátrun lokið og nýtt kjöt tilbúið til sölu.

Kjötið selst eins og áður í heilum skrokkum, frosið og sagað eftir óskum kaupanda. Skrokkarnir eru 13-20 kg þungir og kílóið kostar 1.337 kr með 7% vsk.

Kjötið verður sent með Landflutningum og er flutningskostnaður er innifalinn í verðinu. Reikningur fylgir inni í kassanum með öllum upplýsingum um bankareikning.

Fyrirspurnir og pantanir eru í síma 451 2977 eða á rik@simnet.is.

Skoða Brekkulæk hér á Grænum síðum.
Sjá öll lífræn býli á Íslandi, þ.á.m. Brekkulæk hér á á grænum síðum. Smellið á nafn vottunarflokksins em þú hefur áhuga á að skoða aðila í.

Mynd: Fé frá Brekkulæk, ljósmynd: Friðrik Jóhannsson.

Birt:
Oct. 28, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk 2009“, Náttúran.is: Oct. 28, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/09/21/lifraent-lambakjot-fra-brekkulaek/ [Skoðað:Feb. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 21, 2009
breytt: Oct. 28, 2009

Messages: