Nú um helgina lýkur sýningarröð kennd við dali og hóla en átta listamenn eiga hér hlut að máli. Þau eru: Eric Hattan, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir sem er ennfremur sýningarstjóri. Dalir og hólar í Dölunum og Reykhólasveit er umgjörð verkanna ef svo mætti að orði komast. Listamennirnir vinna verk sín út frá staðháttum og sögu svæðisins. Hver listamaður valdi sér sýningarstað/svæði til þess að vinna með og eru sýningarstaðirnir af ýmsum toga; hús, húsarústir, hús í byggð, eyðibýli eða tiltekið svæði í sveitinni. Hægt er að fara á milli einstakra sýningarsvæða á einum degi.

Myndin er af húsi sem reist var af Ungmennafélagi Skarðsstrandar árið 1939 og nefnist RÖÐULL en hann stendur á sléttu ofan við ós Búðardalsár á Skarðsströnd, mitt á milli jarðanna Tinda og Klifmýrar. Inni fyrir hefur Þóra Sigurðardóttir komið fyrir sínu framlagi til sýningarinnar.

Sjá staðsetningar og nánari upplýsingar um sýninguna á vef Dala og hóla.

Birt:
Aug. 8, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dalir og hólar“, Náttúran.is: Aug. 8, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/08/08/dalir-og-holar/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: