Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Sauðamessan verður eins og undanfarin ár haldin í Skallagrímsgarði í Borgarnesi þ. 17. október n.k. og hefst kl. 13:30.

 • Fjárrekstur í gegnum Borgarnes- Réttarstemmning.
 • Ærlegt handverk og fleira spennandi í markaðstjöldunum.
 • Heitt kakó, kaffi og rjómavöfflur.
 • Bakkabræður og Bakkasystur mæta á svið.
 • Sveitastrákar sýna línudans.
 • Kappát, valinkunnir matmenn stíga á stokk.
 • Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði veitir viðurkenningar.
 • Eva Margrét og Karina.
 • Siggi bóndi.
 • Guðmundur Steingríms
 • Fegurðarsamkeppni hrúta af Mýrum
 • Leikur grín og gaman

Fjallakóngur og réttarstjóri er Jón Eyjólfsson á Kópareykjum.

Þema dagsins eru sauðalitirnir og íbúar Borgarness eru hvattir til að skreya hús sín og garð - allir sem ullarvettlingi valda.

Sjá nánar á vef Sauðamessu.

Mynd: Í réttunum á Sauðamessu 2008, ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Oct. 13, 2009
Uppruni:
Sauðamessa
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sauðamessa 2009 - ærleg skemmtun fyrir almúgann“, Náttúran.is: Oct. 13, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/10/13/sauoamessa-2009-aerleg-skemmtun-fyrir-almugann/ [Skoðað:Oct. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: