Á vefsíðu og í fréttabréfi bandaríska veftímaritsins JC Report birtist umfangsmikil umfjöllun um íslenska fatahönnuði á dögunum. Greinarhöfundur segir íslenska menningu draga að sér athygli sem aldrei fyrr. Ekki einungis sé náttúra landsins innblástur fyrir mynd- og tónlistarmenn eins og Ólaf Elíasson og Sigur Rós heldur megi greina drifkraft íslenskrar náttúru í blómstrandi tískusenunni. Í greininni er talað við hönnuðina og fjallað um hönnun Ostwald Helgason, Steinunnar, Sonju Bent, E-Label, Eygló, Sruli Recht, Hildar Bjarnadóttur, Nakta apans Mundi og Hidden Goods auk þess sem minnst er á fleira fólk tengt tískuhönnun á Íslandi.

JC Report er vefsíða sem fjallar ítarlega um alþjóðlega tískustrauma. Vefsíðan hefur á sínum snærum tískufólk víðsvegar að úr heiminum sem fylgist með öllu því áhugaverðasta sem er að gerast í tískuheiminum. Um 50.000 áskrifendur eru að fréttabréfi JC Report.

Sjá umfjöllunina á jcreport.com.

Myndin er af einu verka hönnuðarins Oswalds Helgasonar.
Sjá vef Hönnunarmiðstöðvar.

Birt:
Aug. 17, 2008
Höfundur:
Hönnunarmiðstöð
Tilvitnun:
Hönnunarmiðstöð „Iceland Cometh“, Náttúran.is: Aug. 17, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/08/17/iceland-cometh/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: