Hótel Anna á Moldhnúpi undir Eyjafjöllum fékk í gær afhent umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2007. Country Hotel Anna var opnað árið 2002 og hóf ári seinna að aðlaga starfsemi sína umhverfisstjórnun skv. viðmiðum Green Globe sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum að vottun umhverfisvænna starfshátta. Sumarið 2006 náði Hótel Anna síðan fullnaðarvottun „Green Globe Certified“ Sjá frétt.

Ferðaþjónusta bænda – í fararbroddi í umhverfisvænni ferðaþjónustu, hefur á síðastliðnum árum hvatt félagsmenn til að stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustu. Hótel Anna var annað fyrirtækið innan Ferðaþjónustu bænda sem fékk Green Globe fullnaðarvottun og eru fleiri félagsmenn að stefna að sama marki. Hótel Hellnar á Snæfellsnesi voru fyrsta hótelið á Íslandi til að fá fullnaðarvottun Green Globe hér á landi.

Sjá vef Hótel Önnu.
Sjá frétt um verðlaunahafann á vef Ferðamálastofu.

Merki: Green Globe Certified
Birt:
Dec. 29, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2007 til Hótel Önnu“, Náttúran.is: Dec. 29, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/12/29/umhverfisverolaun-feroamalstofu-2007/ [Skoðað:Oct. 4, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: