Steintegund ein, sem aðallega finnst í ríkinu Oman á Arabíuskaga,  er þeim eiginleikum gædd að geta steingert gróðurhúsalofttegundina koldíoxíð.

Með því að notast við téða steintegund, sem ber nafnið peridotite, mætti takmarka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.

Vísindamenn vinna nú hörðum höndum svo hægt verði að takmarka gróðurhúsalofttegundir með hjálp bergtegundarinnar. Hægt væri þá að geyma óæskilegar lofttegundir í bergformi. Slíkt ferli fari fram við náttúrulegar aðstæður en með hjálp manna væri hægt að hraða ferlinu umtalsvert

Peridotite er algengasta bergetgundin í möttlinum, sem er það jarðlag sem liggur undir jarðskorpunni.

Reuters greinir frá þessu.

Birt:
Nov. 8, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Gróðurhúsalofttegundir steingerðar“, Náttúran.is: Nov. 8, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/11/23/groourhusalofttegundir-steingeroar/ [Skoðað:Nov. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 23, 2008

Messages: