Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér starfsvettvang innan umhverfistengdra fyrirtækja, samtaka með þátttöku á samdrykkju með grændrykkjufélögum um allan heim.

Á undanförnum mánuðum hefur verið boðað til grænnar samdrykkju, mánaðarlega, víðs vegar um bæinn, og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilegu hittingum. Í þetta skipti er fólki stefnt á hitting í Litla bóndabænum, nýju litlu kaffihúsi, Laugavegi 41, sem sérhæfir sig í lífrænum veitingum og er sérstaklega umhverfismeðvitað á allan hátt. Stefnt er að því að hittast kl. 18:00 og skeggræða í um þriggja klukkustunda skeið eða svo.

Sjá facebooksíðu Green Drinks Reykjavík.

Sjá alþjóðlegan vef Green Drinks.

Fjöldi skemmtilegra merkja og myndefnis hefur verið unnið til að vekja athygli á Grænum drykkjum um allan heim. Mynd: Merki Green Drinks Reykjavík.

Birt:
May 19, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grændrykkjahittingur í Litla bóndabænum þ. 25. maí “, Náttúran.is: May 19, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/05/19/graendrykkjahittingur-i-litla-bondabaenum-th-25-ma/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: