Forstjóri Toyota, Katsuaki Watanabe tilkynnti ný verið breytingu á áætlunum fyrirtækisins. Vegna breyttra aðstæðna, sem allir þekkja, gerir Toyota ráð fyrir meiri samdrætti í sölu eyðslufrekra bifreiða. Samhliða því tilkynnti hann að Toyota ætli að flýta vinnu við tengiltvinnbíl sinn og bjóða hann jafnvel til prófunar fyrir ákveðna viðskiptavini strax í lok árs 2009 í stað 2010. Einnig minntist hann á fjöldaframleiðslu rafbíla árið 2010 en hingað til hafa fáar yfirlýsingar komið frá Toyota um áætlanir þeirra þeirra með hreina rafbíla.
Birt:
Sept. 17, 2008
Höfundur:
Orkusetur
Uppruni:
Orkusetur
Tilvitnun:
Orkusetur „Fínar fréttir frá Toyota“, Náttúran.is: Sept. 17, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/09/17/finar-frettir-fra-toyota/ [Skoðað:June 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: