Ný verslun með ullarfatnað og leikföng fyrir börn er að taka til starfa á Íslandi. Verslunina reka þau Sigrún og John en þau halda söluhelgi í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum við Suðurlandsveg um næstu helgi. Opið er frá kl. 10:00 - 21:00 þann 10. og 11. desember. Vöfflur og kaffi eru einnig á boðstólum og allir eru velkomnir!
Demeter* vottaðar vörur eru hluti af vöruúrvalinu.

*Vörur með Demetermerkinguna eru frá lífefldum (biodynamiskum) landbúnaði og byggja á hugmyndafræði Rudolf Steiners. Í lífefldum landbúnaði er lögð áhersla á heildrænar aðferðir og hringrás næringarefna í náttúrunni. Gerðar eru kröfur um að býli í lífelfdum landbúnaði sé lífræn heild, það sem þarf til, þ.e.a.s. að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. Reglurnar ná yfir lífræna ræktun, dýrahald, kynbætur, dreifingu og sölu.

Að baki Demeter merkisins standa óháð samtök, alþjóðlegu Demetersamtökin sem hafa höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi,  og starfa í yfir 20 löndum. Vöruframboð nær þó yfir fleiri lönd.
Demetersamtökin hafa sína eigin úttektaraðila sem eru óháðir framleiðendum og neytendum. Úttekt fer fram árlega á bæði ræktendum, dreifingaraðilum og seljendum.

http://www.demeter.net/

 

Birt:
Dec. 6, 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Börn náttúrunnar - ullarfatnaður og leikföng“, Náttúran.is: Dec. 6, 2005 URL: http://natturan.is/d/2007/03/22/bn_ullarfatn_leikf/ [Skoðað:May 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2007
breytt: May 4, 2007

Messages: