SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Á síðasta ári tókum við á móti um 800 sjálfboðaliðum í verkefni sem tengjast öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin eru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskaga og Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhald göngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburða víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru.

Hver sá hópur/einstaklingur/félag sem vinnur að umhverfis-, menningar-, félags-, eða íþróttamálum án hagnaðarsjónarmiða og vill fá margar hendur í afmarkaðan tíma til aðstoðar getur fengið til sín SEEDS sjálfboðaliða. Hafir þú áhuga á að taka á móti slíkum hópi hafðu samband á seeds@seeds.is. Heimasíða: www.seeds.is Facebook: www.facebook.com/seedsiceland.

Ljósmynd: Hópur SEEDS sjálfboðaliða sem vann að ýmsum verkefnum í Alviðru, umhverfisfræðsluetri Landverndar sumarið 2010. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
March 15, 2011
Tilvitnun:
Anna Lúðvíksdóttir „Sjálfboðaliðar SEEDS samtakanna vilja vinna að góðum og grænum verkefnum um allt land“, Náttúran.is: March 15, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/03/15/sjalfbodalidar-seeds-samtakanna-vilja-vinna-ad-god/ [Skoðað:Sept. 23, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: