Nýlega gaf Tammerraamat útgáfan út barnabók Sigurðar Brynjólfssonar (SÖB) „Jääkaru Polli“ en bókin fjallar um hnattræna hlýnun. Bókin kom út í Eistlandi nú á dögunum. SÖB stefnir að því að fá bókina gefna út á íslensku en hún mun þá bera nafnið „Ísbjörninn Polli“.

Hugmyndin að bókinni er „hnattræn hlýnun” og að tímabært er að börnum sé gerð grein fyrir vandamálinu segir Sigurður um bók sína. Þetta er hvort eð er þeirra framtíðarvandamál segir hann ennfremur. Bókin sýnir vandamálið ekki sem hryllingssögu heldur líkara dularfullu og draumkenndu ævintýri.

Ísbjörninn Polli og snjókristallinn Krissi eru aðal persónur bókarinnar. Polli sem á heima í norður íshafinu, vaknar á skrítnum ísjaka, allur ís er bráðnaður, horfinn. Með honum á jakanum er Krissi og saman ferðast þeir um heiminn, á fljúgandi töfra ísjakanum sem Krissi stjórnar.

Á þessu ferðalagi heimsækja þeir staði á jörðinni þar sem áður stóðu ýmis merkileg mannana verk en eru nú hálf á kafi í vatni og Krissi segir Polla frá þeim og sögu þeirra.

Þeir koma að lokum aftur heim í íshafið og Polli vaknar, þetta var þá allt saman draumur og allt er einsog það var áður...en verður það alltaf svoleiðis?

Það verður spennandi að sjá bókina í hillum íslenskra bókaverslana, sem verður vonandi fyrr en seinna en SÖB leitar nú að útgefanda til að gefa bókina út hér á landi.

Grafík: Forsíða og bak bókarinnar um ísbjörninn Polla á eistnesku.

Birt:
Sept. 5, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ísbjörninn Polli“, Náttúran.is: Sept. 5, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/09/05/isbjorninn-polli/ [Skoðað:Sept. 26, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: