Barack Obama var í nótt kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Griðarleg fagnaðarlæti brutust út um gervöll Bandaríkin þegar að úrslitin voru ljós. Ríki um allan heim fagna einnig og sjá Bandaríkin í nýju ljósi vonar og bjartsýni en eitt aðalslagorð Obama í kosningunum var „CHANGE“.

Obama hefur boðað róttækar aðgerðir gegn lofslagsbreytingum en hann mun nú á næstu árum hafa tækifæri til að ganga í verkið.

Skoða má áherslur Obama í umhverfismálum á barackobama.com.

Mynd: Obama flytur sigurræðu sína, úr myndskeiði á mbl.is.
Birt:
Nov. 5, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Obama kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna“, Náttúran.is: Nov. 5, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/11/05/obama-kjorinn-44-forseti-bandarikjanna/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: