Trjásprettan í blíðviðrinu nú er engu lík. Það er næstum hægt að horfa á sprotana verða til og ný laufblöð á trjátoppum eru eins og ný fædd börn með hvíta slykju á nýju laufblöðunum. Með yfir tvöþúsund af þessum elskum í eldi er það þvílík ánægja að horfa á þau flýta sér að stækka.

Vefurinn Yrkja.is er vefur sem unnin er af Skógræktarfélagi Íslands og Námsgagnastofnun en þangað má sækja margt fróðlegt efni um skógrækt. Verndari verkefnisins er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Myndin er af Hreggstaðavíði í kvöldsólinni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
July 12, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tré eða gorkúlur?“, Náttúran.is: July 12, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/07/12/tr-e-gorklur/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: