Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir álver í Helguvíks. Náttúruverndarsamtökin krefjast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði fellt úr gildi. Til bráðabirgða er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til mál þetta hefur verið til lykta leitt, sbr. 6. mgr. 8. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. einnig 29. stjórnsýslulaga 37/1993.

Fram kemur í kærunni að Skipulagsstofnun gerði þrenns konar fyrirvara áliti sínu um álver í Helguvík. Í fyrsta lagi varðandi óvissu um orkuöflun, í öðru lagi varðandi orkuflutninga og í þriðja lagi um losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir.

Í áliti Skipulagsstofnunar segir að, áður en Norðuráli Helguvík sf. verður veitt framkvæmda- og byggingarleyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyrirtækið fær þá losunarheimild sem það þarf eða hafi sýnt veitanda losunarheimilda fram á hvernig losun gróðurhúsalofttegunda verði mætt.

Fram kemur í kæru Náttúruverndarsamtakanna að hvork liggi fyrir slík heimild né áætlun er sýni hvernig Norðuráls hyggist mæta losun gróðurhúsalofttegunda. T.d. með kaupum á losunarkvótum.

Fullyrðingar lögmanns Norðuráls í grein í Morgunblaðinu í dag þess efnis að "... ekki [sé] annars að vænta en að væntanlegu álveri Norðuráls við Helguvík verði úthlutað losunarheimildum vegna starfsemi sinnar ..." lýsir annað hvort vaný ekkingu eða skeytingarleysi Norðuráls um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Sjá kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands hér
.
Birt:
March 26, 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Stjórnsýslukæra vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir álver í Helguvík“, Náttúran.is: March 26, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/03/26/stjornsyslukaera-vegna-utgafu-byggingarleyfis-fyri/ [Skoðað:Sept. 21, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: