Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta.

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 30. desember 2009. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar úthluta styrkjum í febrúar 2010.

Ljósmynd: Lundi, Jóhann Óli Hilmarsson.

Birt:
Dec. 7, 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra“, Náttúran.is: Dec. 7, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/12/07/auglysing-um-styrki-til-rannsokna-stofnum-villtra-/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: