Edda Jóna Gylfadóttir nemandi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands var ein af þeim nemendum skólans sem sýndi verk sín á sýningunni Hönnun og heimili um síðustu helgi. Verkið sem Edda Jóna sýndi er kollur sem hún nefnir „Kollu“ en hugmyndin er komin frá athugunum hennar á íslensku sauðkindinni.

Hugmyndin er bæði einföld og praktísk og gæti vafalaust orðið hin besta söluvara og myndi sóma sér hvar sem er. Flott hugmynd!

Myndin er af Kollu. 

Birt:
Oct. 23, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kolla“, Náttúran.is: Oct. 23, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/10/23/kolla/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: