Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. hlaut í gær viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu og hefur gert fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála en Elding hefur EarthCheck vottun og Bláfánaveifuna.

Náttúran.is óskar Rannveigu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Ljósmynd: Rannveig Grétarsdóttir, af vef Eldingar.

 

Birt:
Jan. 28, 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar hlaut verðlaun FKA“, Náttúran.is: Jan. 28, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/01/28/rannveig-gretarsdottir-framkvaemdastjori-eldingar-/ [Skoðað:Sept. 30, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 29, 2012

Messages: