BlaðseljaBlaðselja
Hún er auðræktanleg og stórvaxin en nýtur þó engra sérstakra vinsælda. Sniglar sækja ekki í hana og kálflugan sneiðir hjá henni. Beðjan vex bæði úti og inni, kemur snemma upp og stendur lengi. Þó á hún það til að hlaupa í njóla en þá hjálpar að skera stilkana af þegar þeir fara að vaxa upp eins og gert er við rabarbara. Hún er skyld spínati en ekki eins sýrumikil. Bragðið er ekki afgerandi og erfitt að lýsa því án þess að segja það minni örlítið á gróðurmold en það gera trufflusveppir líka og þykja þó óviðjafnanlegir.

Hún hefur stóran, flatan blaðstilk sem má nota einan sér. Ég sýð blaðbeðjuna oftast í vatni eða gufu og bregð henni svo á pönnu með töluverðu af hvítlauk svolitla stund. Hana má nota í gnocci eins spínat. Í pottrétti nota ég hana eins og kál en yfirleitt er hún soðin og ekki borðuð hrá þó það sé vel hægt.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Blaðbeðja í garði Guðrúnar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Aug. 18, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Blaðselja “, Náttúran.is: Aug. 18, 2014 URL: http://natturan.is/d/2007/11/09/blaselja-og-blmkl/ [Skoðað:Oct. 6, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2007
breytt: Aug. 17, 2014

Messages: