Náttúran er ehf. óskar öllum jarðarbúum nær og fjær farsældar í verkefnum komandi árs og sendir öllum lesendum, vildarmönnum, samvinnuaðilum, viðskiptamönnum, styrktaraðilum og starfsmönnum hugheilar áramótakveðjur.

Við manneskjurnar virðumst á krossgötum þegar hver árhringur lokast og ný r tekur við. Árið sem er að líða er tekið til rækilegrar skoðunar og einbeittur ásetningur betrunar og yfirbótar algengari en ekki. Táknmynd krossgötunnar var fyrr á tímum t.d. útfærð í sögusögninni um útisetur frá gamlárskvöldi til nýársmorguns. Sá sem standast myndi allar freistingar þessa nótt stæðu allar leiðir opnar upp frá því. Sjá frásögn Árna Björnssonar um áramót.

Hljómar eins og ágætis veganesti inní þessa nótt og árið 2008.

Grafík: Krossgötur, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Dec. 31, 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran óskar gleðilegs árs“, Náttúran.is: Dec. 31, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/12/31/natturan-oskar-gleoilegs-ars/ [Skoðað:Sept. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 1, 2008

Messages: