Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hf hafa tekið höndum saman við söfnun jólatrjáa á Reykjavíkursvæðinu.

Samvinnunni er þannig háttað að fyrir hvert tré sem Gámaþjónustan hf safnar og nýtir til moltugerðar, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur eitt tré í Jólaskóginn í Heiðmörkinni. Hirðing kostar 800 krónur. Hægt er að panta hirðingu á www.gamar.is.

Þeim fjölskyldum sem nýta sér þessa lausn verður boðið að koma í Heiðmörkina í vor og taka þátt í gróðursetningu trjánna.

Grafík: Endurvinnsluferli jólatrjáa.

Birt:
Jan. 5, 2011
Höfundur:
Gámaþjónustan
Tilvitnun:
Gámaþjónustan „Jólatré í Jólaskóginn gegn jólatrénu þínu“, Náttúran.is: Jan. 5, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/01/05/jolatre-i-jolaskoginn-gegn-jolatrenu-thinu/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: