Hvalskoðunarfyrirtækið Gentle Giants hefur fengið leyfi til að flagga Bláfánaveifu.

Hvalskoðunarfyrirtækið Gentle Giants hefur fengið leyfi til að flagga Bláfánaveifu. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins. Bláfánaveifan jafngildir þó ekki Bláfánanum sjálfum heldur er merki um að fyrirtækið hefur undirritað „viljayfirlýsingu“ og því farið að af stað með skilgreint umhverfisstarf. Önnur hvalskoðunarfyrirtæki sem hafa áður fengið að flagga Bláfánaveifunni á skipum sínum eru Elding hvalaskoðun og Hafsúlan hvalaskoðun.

Bláfáninn er eitt af verkefnum Foundation for Environmental Education sem samtökin Landvernd eiga aðild að. Landvernd annast Bláfánann á Íslandi og skipuleggur innleiðingu hans í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag umhverfis- og heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Umhverfisstofnun, Samtök ferðaþjónustunnar og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Verkefnið ný tur bæði stuðnings samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Landvernd hefur umsjón með úthlutun Bláfánans hér á landi. Bláfánastrendur hér á landi eru: Bláa lónið og Nauthólsvík . Bláfánahafnir eru: Stykkishólmshöfn og höfn Borgarfjarðar eystri.
Í frétt á vef Landverndar segir m.a.: „Með því að starfa samkvæmt umhverfisreglum Bláfánans stuðla forsvarsmenn og starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants að því að lágmarka umhverfisálag í anda hugmynda um sjálfbæra ferðaþjónustu. Með yfirlýsingu sem komið verður upp í skipum fyrirtækisins segir m.a. að fyrirtækið munu koma hættulegum úrgangi svo sem olíu, málningu, rafhlöðum og rafgeymum og hættulegum efnum á þar til ætlaða losunarstaði og fylgja settum reglum um losun á skolpi. Þá mun fyrirtækið nota eftir föngum vörur og hráefni sem hægt er að endurvinna svo sem gler og pappír og forðast að nota einnota áhöld.“ Sjá alla greinina.

 

Birt:
March 10, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvalskoðunarfyrirtækið Gentle Giants fær Bláfánaveifu“, Náttúran.is: March 10, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/03/16/hvalskodunarfyrirtaeki_blafani/ [Skoðað:Sept. 25, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 27, 2007

Messages: