Grasaganga verður farin frá Klængshóli í Skíðadal þ. 7. júní nk. kl. 13:00 - 18:00 og nýting jurta til matar, lækninga og litunar kynnt. Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir.

Jurtir til lækninga og matar: kennari Anna Dóra. Á grasagöngunni er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best er að safna, hvaða hluta jurtanna skal nýta og hvernig þurrka á og geyma.

Jurtalitun: kennari Hadda. Farið verður yfir sögu jurtaliturna fyrr og nú. Skoðaðar jurtir sem vaxa á svæðinu í gönguferðinni, en síðan jurtalitað úr þeim jurtum sem eru á réttu stigi til tþnslu. Litað verður utanhúss í pottum yfir hlóðum og garnið skolað í læk.Innritun og nánari upplýsingar hjá :  hadda@mi.is og í síma s. 466 1519/894 7788Takmarkaður fjöldi.

Myndin er af ýmsum jurtum, ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
June 3, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýting villtra jurta til matar, lækninga og litunar“, Náttúran.is: June 3, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/06/03/nyting-villtra-jurta-til-matar-laekninga-og-lituna/ [Skoðað:Sept. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 7, 2010

Messages: