Practicing Nature-Based Tourism er alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Ráðstefnan er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur „Án áfangastaðar“ sem fjallar um sívaxandi straum innlendra sem erlendra ferðamanna um Ísland er viðfangsefni sýningarinnar þar sem áleitnum spurningum er snerta ferðamennskuna er velt upp. Verkin á sýningunni endurspegla hugmyndir samtímalistamanna um ferðalög, staði og staðleysur í huglægum og landfræðilegum skilningi. Þau beina sjónum að hinu skapandi og persónulega samtali sem á sér stað við upplifun ólíkra staða og mótar hugmyndir okkar um þá.

Ráðstefnan er hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur á ýmsum sviðum náttúrutengdrar ferðamennsku að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins. Ráðstefnan verður haldin dagana 5.-6. febrúar 2011 í fjölnotarými Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur.

Á mælendaskrá verða ferðamálafræðingar, landfræðingar, sagnfræðingar, félagsfræðingar, umhverfisfræðingar, mannfræðingar, listamenn, arkítektar og markaðsfólk úr ferðageiranum. Á eftir þéttskipaðri fræðsludagskrá verða pallborðsumræður, þar sem rætt verður um þær áskoranir sem blasa við ferðamannalandinu Íslandi – hvar það stendur og hvert það stefnir nú á tímum aukins ferðamannastraums og álags. Pallborðið verður skipað helstu ráðamönnum íslensku ferðaþjónustunnar, ásamt fagfólki í greininni og sérfræðingum á þessu sviði. Þau munu reifa helstu áskoranir íslenskrar ferðaþjónustu frá bæjardyrum síns fags.

Fræðsludagskráin fer fram á ensku þar sem frummælendur eru hvattir til að tala í almennu máli en umræðufundurinn á íslensku. Í kjölfarið verður gefin út sérútgáfa fræðiritsins Landabréfsins, tímarits Félags landfræðinga, með völdum erindum frá ráðstefnunni. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Lucy R. Lippard, Galisteo, Nýju-Mexíkó, rithöfundur, sýningarstjóri og samfélagsrýnir, dr. Tim Edensor, landfræðingur hjá Manchester Metropolitan University og Päivi Lappalainen, sérfræðingur í ferðamálafræðum frá Finnlandi.

Ráðstefnan er öllum opin en skráning til þátttöku fer fram á netfanginu without.destination.conference@gmail.com . Nauðsynlegt er að allir þátttakenndur skrái sig til að auðvelda undirbúning, sama hvort tilgangurinn sé að sitja einn fyrirlestur eða alla. Skráningu lýkur föstudaginn 4. febrúar kl. 13:00.

Dagskrá*:

Laugardagur, 5. febrúar 2011

08.00-09.00 Kaffi og vínarbrauð
09.00-09.05 Ávarp skipuleggjenda
09.05-09.10 Opnunarávarp
Fundarstjóri málstofa (á ensku):
Dr. Edward Huijbens, framkvæmdastjóri Rannsóknamiðstöðvar Ferðamála

Málstofa 1: Ferðaþjónustuaðilinn

09.10-09.50 Aðalfyrirlesari: Lucy R. Lippard, rithöfundur, sýningastjóri og samfélagsrýnir, Galisteo, New Mexico - Imagine Being Here Now
09.50-10.10 10 Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur, Þjóðskjalasafni Íslands - Nature worth seing. The tourist-gaze as a factor in shaping ideas of nature in Iceland 1900-2010
10.10-10.30 Ian Watson, dósent við Háskólann á Bifröst - How tour operators and travel guidebooks select destinations

Coffee Break

10.50-11.10 Sigrún Birgisdóttir, lektor og yfirmaður arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands - Vatnavinir – Friends of Water
11.10-11.30 The Wild North Group: Hrafnhildur Ýr Viglundsdóttir og Per Åke Nilson, ferðamálafræðingar við Selasetur Íslands á Hvammstanga; Marianne H. Rasmussen, sjávarspendýrafræðingur, Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavík og Ester R. Unnsteinsdóttir, dýrafræðingur, Melrakkasetur Íslands, Súðavík - The Wild North Project

11.30-11.50 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkítekt, Vist & Vera ehf - Sustainable sites and nature-based activities
11.50-12.10 Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður, Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðvesturlandi, Skagaströnd Nature and Heritage – Putting Cultural Tourism into Motion

Hádegisverðarhlé

Málstofa 2: Ferðamannastaðurinn

13.30-14.10 Aðalfyrirlesari: Päivi Lappalainen, verkefnastjóri, Tourism and Experience management competence cluster (OSKE), Turku, Finnlandi - Building the future of tourism through innovation and networking
14.10-14.30 Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni - On Images and the North
14.30-14.50 Prófessor Guðrún Helgadóttir and Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Ferðamáladeild Háskólans á Hólum - The idea of Iceland; idyllic images in art and marketing
14.50-15.10 Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur við Háskóla Íslands, Hannes Lárusson, listamaður and Ásmundur Ásmundsson, listamaður - Haunted by nature tourism. Icelandic art and the branding of Iceland as a destination

Kaffihlé

15.30-15.50 Prófessor Peter Fredman, European Tourism Research Institute (ETOUR), Mid Sweden University - Visitor monitoring and integrated research on nature-based recreation. Experiences from Sweden
15.50-16.10 Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor Jarkko Saarinen, Department of Geography, University of Oulu, Finnlandi, og Prófessor C. Michael Hall, Department of Management, University of Canterbury, Nýja Sjálandi - Icelandic wilderness tourism – present status and future development
16.10-16.30 Rannveig Ólafsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands Practicing Nature-based tourism in fragile environments - Visitor impact assessment

Kaffihlé

17.00-17.20 Avril Maddrell, dósent í landfræði, University of the West of England - Tapping the spiritual landscape: pilgrimage walk on the Isle of Man
17.20-17.40 Gísli Pálsson, M.A. nemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands - Re-situating nature: ruins of modernity as ‘náttúruperlur’

17.40-18.00 TBA

18.00-19.00 Móttaka í boði Reykjavíkurborgar

Sunnudagur, 6. febrúar 2011

08.00-09.00 Kaffi og vínarbrauð

Málstofa 3: Ferðalangurinn

09.00-09.40 Aðalfyrirlesari: Prófessor Tim Edensor, Department of Geography & Environmental Management, Manchester Metropolitan University - Contesting understandings and uses of the countryside: the diversification of rural tourism
09.40-10.00 Katrin Anna Lund, lektor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
10.00-10.20 Hildigunnur Sverrisdóttir, landslagsarkítekt og kennari við Listaháskóla Íslands - Rest the horses, let us rest
10.20-10.40 Einar Garibaldi Eiríksson, listamaður

Kaffihlé

11.00-11.20 Eric Ellingsen, landslagsarkítekt, Species of Spaces/Institute für Raumexperimente, Germany - Mobile in a mobile element
11.20-11.40 Bettina van Hoven, dósent í menningarlandfræði, University of Groningen, Hollandi - Multi-sensory experiences in the Great Bear Rainforest
11.40-12.00 Akke Folmer, lektor í ferðamálafræði, Stenden University, Hollandi - The role of wildlife in visitors’ attachment to nature-based tourism destinations
12.00-12.20 Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni - Iceland’s nurturing landscapes: Knowing the client. Knowing the resource.

Hádegisverðarhlé

14.00-16.00 Pallborðsumræður (á íslensku) Ferðamannalandið Ísland. Núverandi staða og málefni til sjálfbærrar þróunar

Fundarstjóri:
Viðar Hreinsson, rithöfundur og stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar

Þátttakendur:
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF)
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Siv Fridleifsdóttir, alþingismaður
Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Þorvardur Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands og þjóðgarðsvörðu Þingvalla
Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri og einn af eigendum Íslenskra fjallaleiðsögumanna
Ósk Vilhjálmsdóttir, leiðsögumaður og eigandi Hálendisferða
Einar Bollason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshesta

16.00-17.00 Ráðstefnuslit og móttaka í boði Ferðamálastofu

*Vinsamlegast athugið að dagskráin gæti tekið breytingum. Lokadagskrá verður birt þegar nær dregur viðburði.


Birt:
Jan. 16, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ráðstefna um náttúrumiðaða ferðamennsku - Án áfangastaðar “, Náttúran.is: Jan. 16, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/01/16/radstefna-um-natturumidada-ferdamennsku-afangastad/ [Skoðað:Sept. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: