Rúmlega 80% Breta eru andsnúin hvalveiðum Íslendinga og rúmlega tveir þriðju eru tilbúnir að sniðganga íslenskar vörur vegna veiðanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem nokkur náttúruverndarsamtök ytra hafa látið gera.

Gert er ráð fyrir að hrefnuveiðar hefjist hér á landi í dag og hafa náttúruverndarsamtök boðað til mótmæla fyrir utan sendiráð Íslands í Lundúnum í dag vegna þess.

Birt:
May 26, 2009
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Mótmæli vegna hvalveiði íslendinga“, Náttúran.is: May 26, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/05/26/motmaeli-vegna-hvalveioi-islendinga/ [Skoðað:Jan. 27, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 4, 2014

Messages: