Mengaður loftmassi frá Evrópu liggur nú sunnan við landið og búast má við að áhrifa hans gæti sunnanlands í dag og á morgun. Áhrifa loftmassans fór að gæta seinnipartinn í gær, sunnudag, en þá mátti greinilega sjá á mælitækjum að svifryk jókst í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Ekki er þó um mjög mikla mengun að ræða. Gildi sem þessi mælast oft við umferðaþungar götur en munurinn nú er að mengunin er jöfn á stóru svæði. Þannig má t.d. búast við jafnmikill mengun í Laugardalnum, Heiðmörk eða á Stokkseyri.

Sjá greinina með öllum skýringarmyndum á vef Umhverfisstofnunar.

Birt:
Aug. 18, 2008
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Mengað meginlandsloft“, Náttúran.is: Aug. 18, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/08/18/mengao-meginlandsloft/ [Skoðað:Sept. 20, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: