Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er nú að vakna til lifsins og verður orðin mannhæðarhá áður en langt um líður. Jurtina má strax byrja að nota sem súpujurt og jurtakraft og þegar líður á sumarið er tilvalið að skera hana niður og þurrka til vetrarins.

Í bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins efir Hildi Hákonardóttur segir: „Skessujurt var uppnefnd maggí-súpujurtin, því fyrirtækið notaði hana sem kryddjurt í alla framleiðslu sína, enda er hún bæði stórvaxin og fljóttínd. Það lítur þó út fyrir að hér á landi muni hvönnin ná meiri vinsældum sem súpukrydd.“

Myndirnar eru teknar af skessujurt við húsvegg í Lækjarbotnum þ. 06.05.2006.
Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
May 6, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skessujurtin að koma upp“, Náttúran.is: May 6, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/05/06/skessujurti-koma-upp/ [Skoðað:Oct. 4, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 14, 2014

Messages: