Ný tilkynning var að berast frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna heitavantsleysis á Akranesi fyrr í dag:

Uppfært kl. 21:40.

Viðgerð lokið.

Uppfært kl. 20:40.

Bilunin á Deildartunguæðinni er fundin og viðgerð hafin. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu langan tíma hún tekur. Vegna kuldans er þeim sem eru með snjóbræðslukerfi og hafa tök á að tappa af því eða verja það frostskemmdum með öðrum hætti bent á að grípa til slíkra ráðstafana.

Upphafleg frétt kl. 19:55:

Unnið er að viðgerð en búast má við að það standi að minnsta kosti þar til í nótt. Íbúum er bent á að hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að seinka því að kólni í húsum.

Í dag var unnið að viðgerð á aðveituæð heita vatnsins frá Deildartunguhver og lauk henni unnið kvöld. Meðan á viðgerðinni stóð gekk mjög á vatnsbirgðir á Akranesi. Þegar hleypt var á að nýju, undir kvöld, kom í ljós önnur bilun. Nú er verið að staðsetja hana og þegar í stað verður ráðist í viðgerð.

Ljóst er að það tekur að minnsta kosti átta klukkustundir að koma þjónustunni í samt lag. Íbúum er bent á að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að síður kólni í húsum.

Þá er ítrekað að rétt er að hafa lokað fyrir heitvatnskrana til að síður verði slys eða tjón þegar vatn kemst á að nýju.

Starfsfólk Orkuveitunnar biður viðskiptavini velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta skapar.

Fylgist nánar með framgangi á vef OR, smellið hér.

 

Birt:
Dec. 4, 2013
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Heitavatnslaust á Akranesi“, Náttúran.is: Dec. 4, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/12/04/heitavatnslaust-akranesi/ [Skoðað:Dec. 10, 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: