Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fjallar í dag um þróun markaða fyrir hvalkjöt í Japan:

Bent hefur verið á að sala hvalkjöts í Japan hafi verið dræm undan farin ár. Árið 2012 skiptist salan með eftifarandi hætti:

Heildarsala hvalkjöts í Japan 2012                             3350,7    tonn    100%
Afurðir vegna vísindaveiða Japana                             2472,4      -         74%
Afurðir hvals hf. frá 2009 eða 2010                               878,3      -         26%
Áætlað magn afurða Hvals hf. árið 2013 (154 dýr)     1850,0      -  aukning um 210%

Í upphafi þessa árs voru birgðir hvalkjöts 4700 tonn eða 1,4 sinnum það magn sem seldist í fyrra.

Línurit yfir þróun 10 helstu markaða fyrir hvalkjöt í Japan frá árinu 1974:

Fátt bendir til að Eyjólfur muni hressast.

Miðað við að heildarsalan var 3550,7 tonn í fyrra verður að teljast harla hæpið að Kristjáni Loftssyni takist að selja 1850 tonn af hvalaafurðum í Japan á einu ári - fyrir næstu vertíð 2014 - sem er aukning um 210%. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er „... hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi."

Erftitt er að segja til um hverjir hagsmunir Kristjáns Loftssonar eru í þessu máli. Á hinn bóginn hafa áhugamál hans ekkert með hagsmuni Íslands að gera. Er ekki tími til kominn að stjórnvöld tali um fyrir manninum? Bendi honum á að nú sé nóg komið.

Birt:
June 18, 2013
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Um þróun markaða fyrir hvalkjöt í Japan“, Náttúran.is: June 18, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/06/18/um-throun-markada-fyrir-hvalkjot-i-japan/ [Skoðað:Sept. 21, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: