Forsíða vefsins matarsoun.isÁ morgunverðarfundi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðaði til fimmtudaginn 17. mars sl. var stefna um úrgangsmál undir yfirsögninni Saman gegn sóun – 2016 – 2027 kynnt og nýr vefur um matarsóun matarsoun.is kynntur til leiks.

Helstu markmið stefnunnar eru að draga úr myndun úrgangs m.a. með því að bæta nýtingu auðlinda. Áhersla er lögð á fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs og þar með þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi. Tilgangur stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, draga úr hráefnisnotkun og minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi. Í stefnunni eru níu áhersluflokkar sem verða í forgangi á gildistíma stefnunnar, þ.e. matvæli, plast, textíll, raftæki, grænar byggingar, pappír, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og draga úr myndun úrgangs frá stóriðju. Fyrstu tvö ár stefnunnar verður áhersla lögð á úrgangsforvarnir gegn matarsóun. Stefnuna má lesa hér.

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Landvernd, Kvenfélagasambandi Íslands, Matvælastofnun, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Samtökum iðnaðarins, Vakandi – samtök gegn matarsóun, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bændasamtökum Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga mynda samstarfshóp um vefsíðuna.

 

Birt:
March 19, 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýr vefur um matarsóun – Saman gefn sóun“, Náttúran.is: March 19, 2016 URL: http://natturan.is/d/2016/03/19/nyr-vefur-um-matarsoun-saman-gefn-soun/ [Skoðað:July 27, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: