Sigurður Eyberg.Þér er boðið á frumsýningu heimildarmyndar Sigurðar Eyberg sem nefnist „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ en hún fjallar um Sigga og baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi.

Frumsýning er í Háskólabíói þ. 20. apríl kl. 15:00.

Siggi reynir að ná Vistsporinu sínu inn fyrir mörk sjálfbærninnar en það er fátt í íslensku samfélagi sem styður slíka baráttu og Siggi finnur fljótt að það er hægara sagt en gert að ná því. En er það hægt? Nær Siggi takmarkinu?

Sjá stiklu úr myndinni.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis í boði Háskóla Íslands

Nánar hér að neðan og á https://vistspor.wordpress.com:

Ágangur manna á jörðina er orðin slíkur að hún hefur ekki lengur undan að framleiða hin náttúrulegu gæði sem mennirnir nýta (Wackernagel, 2009). Fólksfjölgun og aukin neysla ræður hér mestu um (Dietz et al, 2007) og er neyslan nú orðin slík að talið er að mannkynið sem heild noti nú auðlindir sem jafnist á við 1,3 jarðir á ári (globalfootprintnetwork.org).

Þetta þýðir það að við erum að ganga á höfuðstólinn í stað þess að lifa af vöxtunum eins og við höfum gert í gegnum aldirnar. Af þessum sökum hefur ákallið um sjálfbæra þróun orðið stöðugt háværara síðustu ár. Vandinn við sjálfbæra þróun er að það er ekki hlaupið að því að vita hvenær einstaklingar eða stærri hópar manna lifa innan marka sjálfbærni og hvenær ekki (Paton, 2008).

Til að leysa úr þessum vanda hafa komið fram fjölmargar mælistikur eða vísar sem ætlað er að leggja mat á einmitt þetta. Ein slík er mæling á svokölluðu Vistspori (Ecological Footprint). Í þessari heimildamynd, er leitast við að kanna hversu raunhæf þau mörk eru sem gefin eru í vistsporsmælingum. Er, samkvæmt þessari hugmyndafræði, hægt að lifa innan marka sjálfbærni í því samfélagi sem við lifum og hrærumst í á Íslandi árið 2009? Og ef svo, hvaða fórnir þarf að færa og hvers konar lífstíl býður slíkt uppá?


Birt:
April 19, 2016
Höfundur:
Sigurður Eyberg
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Sigurður Eyberg „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“, Náttúran.is: April 19, 2016 URL: http://natturan.is/d/2016/02/23/madurinn-sem-minnkadi-vistsporid-sitt/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Feb. 23, 2016
breytt: April 19, 2016

Messages: