Þannig virkar Græna trektin. Grafík af vef VistorkuNýlega var byrjað að safna afgangs matarolíu á Akureyri með því að hvert heimili geti fengið sérhannaða trekt með loki, svokallaða „græna trekt“ sem skrúfuð er á venjulegar plasflöskur undan gosi og vatni og í hana er afgangsolían sett.

Olían er síðan hreinsuð og verður notuð sem eldsneyti á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Norðurorka, Orkusetur og Vistorka, hafa keypt 3000 slíkar trektir og býðst íbúum nú að fá þær ókeypis til sín.

Bæði er hugmyndin að baki trektinni sú að halda óæskilegri fitu frá fráveitukerfi bæjarins og að nýta verðmæti sem annars færu einmitt þangað, í fráveitukerfið en þar getur það ollið stíflum með miklum fjárhagslegum kostnaði.

Gámaþjónustan, sem sér um sorphirðu á Akureyri, tekur við olíunni sem safnast og fyrirtækið Orkey tekur síðan við henni og framleiðir úr olíunni lífdísil sem mun síðan verða notuð til að knýja strætisvagna Akureyrarbæjar.

Hér er dæmi um skynsamlega nýtingu verðmæta sem verður vonandi fleiri sveitarfélögum fordæmi.

Birt:
Dec. 5, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græna trektin - söfnun afgagns matarolíu til eldsneytisframleiðslu“, Náttúran.is: Dec. 5, 2015 URL: http://natturan.is/d/2015/12/05/graena-trektin-sofnun-afgagns-mataroliu-til-eldsne/ [Skoðað:Oct. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: