Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra hönnuðuir og listgreinakennarar kenna hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum en þessi kennsla er partur af sýningunni ÁKALL sem stendur yfir í Listasafni Árnesinga.

Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert. Það eina sem þarf til er: notaðir plastpokar, straujárn, smjörpappír og saumavél.

Þessar töskur eru níðsterkar og hver taska er einstök (engin eins).

Kennslan fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 7. mars milli kl. 13:00 og 16:00.

Allir velkomnir.

Birt:
Feb. 27, 2015
Höfundur:
Inga Jónsdóttir
Tilvitnun:
Inga Jónsdóttir „Lærðu að gera fjölnota töskur úr notuðum plastpokum“, Náttúran.is: Feb. 27, 2015 URL: http://natturan.is/d/2015/02/27/laerdu-ad-gera-fjolnota-toskur-ur-notudum-plastpok/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: