Björg Þorleifsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands flytur erindið Klukkuþreyta á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15:15.

Hjá fjölfruma lífverum er mikilvægt að margþætt líkamsstarfsemi sé samhæfð og í samræmi við þau ytri skilyrði sem hún býr við. Lífklukka gegnir veigamiklu hlutverki í því samhengi. Hún gefur taktinn og drífur áfram dægursveiflur lífeðlisfræðilegar ferla, þ. á m. svefn og vöku. Gangur lífklukkunnar er lengri en 24 klst. en til að skorða hana við sólarhringinn er tekið mið af ytri tímamerkjum, þeirra mikilvægast er dögunin, bláa ljósið í morgunbirtunni.

Ef misræmi er á ytri klukkum, þ.e. staðarklukku og náttúrulegri sólarklukku stuðlar það að seinkun lífklukkunnar. Dægurgerð (chronotype) er hugtak sem lýsir kjörsvefntíma einstaklingsins á sólarhringnum. Fólk með seinkaða lífklukku og þar með seinkaða dægurgerð stríðir jafnan við það sem kallað er klukkuþreyta (social jetlag) og afleiðingin er skertur svefn sem rannsóknir sýna að tengist margvíslegum heilsuvanda.


Birt:
Feb. 11, 2015
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands - NÍ - Garðabæ „Hrafnaþing – Klukkuþreyta“, Náttúran.is: Feb. 11, 2015 URL: http://natturan.is/d/2015/02/11/hrafnathingi-klukkuthreyta/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: