Í Þjórsárverum. Ljósm. Hálendisferðir.Kynningarfundur Hálendisferða um fyrirhugaðar gönguferðir um Þjórsárver og Torfajökulssvæði verður haldið Kaffi Sólon þ. 2. ferbrúar frá kl. 8:00 - 10:00. Ósk Vilhjálmsdóttir kynnir gönguferðirnar í máli og myndum.

Fyrst leiðangur í friðlandið í Þjórsárverum. Leiðin liggur um fjallaþyrpinguna Kerlingarfjöll og stórbrotið landslag við rætur Hofsjökuls. Eftir að hafa kynnst náttúrufegurð í gróðurvin Þjórsárvera verður farið um Gljúfurleit þar tækifæri gefst til að kynnast fossinum Dynk í Þjórsá.

Síðan verður kynntur leiðangur um ein möguðustu háhitasvæði í heimi sem kennd eru við Torfajökul. Farið verður um furðu lítt þekkt hverasvæði í Austur- og Vestur-Reykjadölum sem eru utan alfaraleiðar og eldbrunnið landslag við Heklurætur.

Sjá viðburðinn á Facebook.


Birt:
Feb. 1, 2015
Höfundur:
Hálendisferðir
Tilvitnun:
Hálendisferðir „Þjórsárver og töfrar Torfajökuls“, Náttúran.is: Feb. 1, 2015 URL: http://natturan.is/d/2015/02/01/thjorsarver-og-tofrar-torfajokuls/ [Skoðað:Feb. 7, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: