Hólar í Hjaltadal, ljósm. Erla Björk ÖrnólfsdóttirGuðbrandsstofnun í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun standa að ráðstefnu um náttúruna og auðlindanýtingu. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 16. - 17. apríl 2015.

Dagskrá:

16. apríl

9:00 Morgunverður

10:00 Setning ráðstefnunnar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup
10:30 Sólveig Anna Bóasdóttir Hið ómetanlega: Er náttúran og auðlindirnar ómetanlegar? Hvers vegna ef svo er? Hvað merkir ómetanlegt? Hvernig metum við, virðum og lifum með hinu ómetanlega?

11:30 Umræður

12:00 Hádegisverður

13:00 Auðlindir og ábyrgð: Hvað gerir auðlind? Hvenær hættir landssvæði að vera bara til – og fer að vera til fyrir tiltekna hagsmuni? Hver er ábyrgð okkar í því ferli?

15:00 Umræður og kaffi

16:00 Auðlindanýting í hnattrænu samhengi: Nærumhverfi-þjóðarumhverfi-heimsumhverfi– hvaða skuldbindingar, réttindi og mögulegur ágreiningur tengjast misþröngri sýn á auðlindanýtingu?

18:30 Pétur Gunnarsson Hvernig metum við hið ómetanlega?

19:30 Kvöldverður úr matarkistu Skagafjarðar

17. apríl:

8:00 Morgunverður

9:00 Endurnýjanleiki og sjálfbærni: "Svört" eða "hvít" náttúruvernd; nýting og varðveisla auðlinda – mismunandi sjónarmið? Manngert umhverfi og náttúra – hvenær rennur þetta í eitt?

11:00 Umræður

11:45 Hádegisverður

13:00 Kerfisvöld-þjóðarhagur: Kerfi hverra, skipuð af hverjum og fyrir hverja? Árekstrar við þjóðarhag – í nútíð og framtíð? Takmörkun möguleika eða útvíkkun?

15:00 Samantekt og ráðstefnuslit, kaffi

Erindi flytja:

Anna Dóra Sæþórsdóttir Háskóla Íslands, Arnheiður Eyþórsdóttir Háskólanum á Akureyri, Ágúst Valfells Háskóla Reykjavíkur, Árni Einarsson Rannsóknastöðinni við Mývatn, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skipulagsstofnun, Daði Már Kristófersson Háskóla Íslands, Georgette Leah Burns Háskólanum á Hólum, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Háskóla Íslands, Hilmar Malmquist Náttúruminjasafni Íslands, Hjalti Hugason Háskóla Íslands, Kristinn Einarsson Orkustofnun, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóla Íslands.

Skráning og nánari upplýsingar

Ráðstefnugjald er 4.000 kr. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi, báða dagana.
Skráning á ráðstefnuna er á heimasíðunni:
http://goo.gl/forms/NjHACjJYdI

Allar nánari upplýsingar veita:
Erla B. Örnólfsdóttir erlabjork@holar.is og Hjalti Hugason hhugason@hi.is

Ráðstefnugestir greiða sjálfir fyrir þjónustu vegna þátttöku í ráðstefnunni. Ferðaþjónusta er á Hólum. Kostnaður við gistingu og mat er sem hér segir:
Gisting í tveggja manna herbergi er 6.000 kr. nóttin á mann en eins manns herbergi kostar kr. 7.500, morgunmatur innifalinn. Kvöldverður á fimmtudag kostar 5.500 kr.

Bókun fyrir gistingu og mat er hjá: Ferðaþjónustunni á Hólum booking@holar.is


Birt:
March 30, 2015
Tilvitnun:
Einar Bergmundur, Erla Björk Örnólfsdóttir „Hvernig metum við hið ómetanlega? Auðlindir og nýting þeirra“, Náttúran.is: March 30, 2015 URL: http://natturan.is/d/2014/11/09/hvernig-metum-vid-hid-ometanlega/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2014
breytt: March 30, 2015

Messages: