Gögn/áhöld: Tvö viskastykki (annað til að breiða undir og hitt til að breiða yfir).

Á viskastykki er raðað 10-15 mismunandi hlutum úr umhverfinu hverju sinni. Farið er yfir heiti, útlit eða einkenni þessara hluta þannig að allir þátttakendur læri ný hugtök eða orð.

Því næst breiðir sá sem leiðir leikinn annað viskastykki yfir og segir hinum að loka augunum. Hann útskýrir fyrir þeim að á meðan þeir hafi augun lokuð láti hann einn hlut hverfa undan viskastykkinu.

Að því búnu gefur hann leyfi til að allir opni augun. Því næst er viskastykkið tekið ofan af og þá eiga allir að reyna að muna hvaða hlut vantar. 

Ekki má hrópa upp yfir sig hvaða hlut vantar heldur gefa eitthvert tákn sem ákveðið hefur verið að gefa í þessum tilgangi (s.s. rétta upp hönd, setja fingur á nef eða toga í eyrnasnepilinn).

Birt:
Aug. 22, 2014
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Hvað vantar?“, Náttúran.is: Aug. 22, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/08/22/hvad-vantar/ [Skoðað:Dec. 16, 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: