Yfirdráttardagurinn er í dag þ. 19. ágúst 2014, en nú er mannkynið búið að nota allar þær auðlindir sem jörðin nær að framleiða á þessu ári. Samtökin Global Footprint Network hafa þróað reiknilíkan til að áætla vistspor þjóða og reikna með því út fjölda jarða sem heimsbyggðin þarf til að standa undir neyslu sinni. Þannig tímasetja samtökin jafnframt yfirdráttardaginn á hverju ári. Í fréttayfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að árið 1961 hafi mannkynið árlega notað um einn þriðja af auðlindum jarðar, en í dag búa um 86% heimsbyggðarinnar í löndum þar sem úttektir auðlinda eru hærri en innborganir. Frá og með deginum í dag er mannkynið því að ganga á varabirgðir jarðarinnar eða lifa á yfirdrætti. Yfirdráttardaginn bar upp degi fyrr í ár en í fyrra.
(Sjá tilkynningu Global Footprint Network í gær).


Birt:
Aug. 19, 2014
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Yfirdráttardagurinn 2014“, Náttúran.is: Aug. 19, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/08/21/yfirdrattardagurinn-2014/ [Skoðað:May 11, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 21, 2014

Messages: