Markaðs- og sumarstemning á Selfossi

Fyrirtækið Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir markaðs- og sumarstemningu í Fossheiði 1 á Selfossi, þar sem Sumarhúsið og garðurinn ásamt nokkrum fyrirtækjum við Múlatorg á Selfossi brydda upp á þeirri nýjung að vera með lítinn og skemmtilegann markað um helgina, 26.-27. júlí frá kl. 12:00 - 17:00. Á sama stað verður sýning á sígrænum plöntum frá Gróðrarstöð Ingibjargar og frá Nátthaga í Ölfusi. Fyrirtækin sem standa að Stefnumóti við Múlatorg eru Sumarhúsið og garðurinn, Hannyrðabúðin, Verslunin Lindin og Evíta gjafavörur.

Á markaðnum mun kenna margra grasa, notað og nýtt, handverk ýmiskonar, skúlptúrar, skottsala, grænmeti og plöntur.

Hefur þú eitthvað sem þig langar
að kynna eða selja?
Við bjóðum listamönnum, fyrirtækjum, handverksfólki og lesendum okkar tækifæri til að slást í hópinn. Átt þú eitthvað nýtanlegt í bílskúrnum sem þú vilt losna við? Komdu á bílnum og seldu út skottinu. Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband við Auði í síma 824 0056 eða á netfangið audur@rit.is.


Birt:
July 23, 2014
Höfundur:
Auður Ottesen
Tilvitnun:
Auður Ottesen „Stefnumót við Múlatorg“, Náttúran.is: July 23, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/07/23/stefnumot-vid-mulatorg/ [Skoðað:Dec. 3, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: