Nýsköpunartorg verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí 2014. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja auk spennandi sýningar fyrir almenning þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun.

Nýsköpunartorg er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs. Af þessu tilefni munu nærri 60 fyrirtæki, sem hlotið hafa styrk út Tækniþróunarsjóði, kynna sig og starfsemi sína. Nánar um Nýsköpunartorg hér.

Föstudaginn 23. maí kl. 8:45-17:00 - Fagráðstefna

Fagráðstefnan hefst með sameiginlegri dagskrá í Sólinni en síðan verða haldnar málstofur í sex stofum háskólans. Annars vegar eru þrjár línur um uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja þar sem fyrirtækjum er skipt í deildir eftir þroskastigi og hins vegar málstofur um tengda stoðþjónustu s.s. vörumerki, einkaleyfi og staðla. Gestir ráðstefnunnar geta valið sér þá fyrirlestra sem mestan áhuga vekja.

Nánari upplýsingar og skráning á síðu Samtaka iðnaðarins.

Laugardaginn 24. maí kl. 11.00-17.00 - Spennandi Nýsköpunartorg fyrir alla fjölskylduna – allir velkomnir!

Öllum sem áhuga hafa á nýsköpun og tækni er boðið á Nýsköpunartorgið. Um 70 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vörur og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna, m.a.

 • Kynning fyrirtækja um tækifærin í tækni
 • Pollapönk tekur lagið
 • Kubbað með Mindstorm
 • Spilað með Spilavinum
 • Þrjú vinningslið GameCreator kynna nýja tölvuleiki
 • Mælingar á ástandi húðarinnar í boði EGF húðvara
 • Prófaðu að hjóla með heimsins léttasta hjólagaffli
 • Hvernig verður rafmagn til?
 • Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
 • Ekta eða fake? - Falsaðar vörur til sýnis
 • Taktu þátt í nýsköpun á orðavegg Ský þar sem leitað er eftir íslenskun á enskum tölvuhugtökum
 • og fleira skemmtilegt...

Frítt er inn á Nýsköpunatorgið og finna allir eitthvað spennandi að skoða!


Birt:
May 21, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík“, Náttúran.is: May 21, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/05/21/nyskopunartorg-i-haskolanum-i-reykjavik/ [Skoðað:Oct. 4, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: