Fundur landeigenda á fyrirhugaðri Blöndulínu 3, sem haldinn var á Mælifellsá í Skagafirði þann 19.apríl 2014, samþykkti eftirfarandi ályktun:

Fundarmenn óska landsmönnum öllum til hamingju með að jarðstrengir eru nú metnir sem valkostur við raflínulagnir um Sprengisand. Lýst er yfir stuðningi við verndun hálendisins og loftlínu um Sprengisand mótmælt.

Um árabil hafa íbúar á leið Blöndulínu 3 barist gegn þrýstingi Landsnets um lagningu háspennulínu og krafist þess að metin verði á hlutlausan hátt lagning jarðstrengja á þeirri leið sem Íslandi öllu.
Jafnframt er þess krafist að stjórnvöld leggi niður aðflutningsgjöld af jarðstrengjum til samræmis við loftlínur.

Fundurinn sendir baráttukveðjur til landeigenda á Suðurnesjum sem nú er hótað eignarnámi í þágu stóriðju.

Eyfirðingum og eyfirskum sveitarstjórnarmönnum er þakkað frumkvæði og framsýn stefna um lagningu jarðstrengja, landsmönnum og náttúru Íslands til hagsbóta og er skorað á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fylgja þeirra frumkvæði.

Landeigendur og áhugafólk um jarðstrengi.

Sjá Facebooksíðu áhugafólks um jarðstrengi.

Ljósmynd: Háspennumastur, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
April 21, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Landeigendur og áhugafólk um jarðstrengi. „Áskorun frá landeigendum og áhugafólki um jarðstrengi“, Náttúran.is: April 21, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/04/21/askorun-fra-landeigendum-og-ahugafolki-um-jardstre/ [Skoðað:Jan. 31, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: